Nýjasta uppskriftin úr smiðju okkar hefur litið dagsins ljós. Brakandi fersk úr prufuprjóni hjá 6 dásamlegum konum, kærar þakkir til Dóru, Vordísar, Halldóru, Heiðu, Önnu og Þórunnar fyrir prufuprjónið og myndirnar sem eru í þessari færslu.
Undanfarna mánuði höfum við verið að vinna í miklum breytingum og getum nú sýnt ykkur það fyrsta sem breytist. Vörumerkið okkar heitir STROFF héðan í frá. Við segjum ekki alveg skilið við "Petit Knitting", enda þykir okkur of vænt um það, og gefum því nýtt hlutverk.
Samhliða nýju nafni höfum við endurhannað útlit og uppsetningu uppskriftanna alveg frá grunni með hjálp Guðrúnar Le Sage De-Fontenay, vinkonu okkar og grafísks hönnuðar.