Umsagnir prjónara
Þessi prjónauppskrift er á íslensku.
HEKLA hneppt peysa er prjónuð neðan frá og upp og fram og til baka. Mynstrið í peysunni heitir á ensku honeymock comb og er mjög fallegt og mjög einfalt. Í uppskrift er linkur á vídjó sem sýnir aðferðina vel. Garnið sem ég notaði er merino ull frá Sandnes og fæst m.a. í Tinnu og í Fjarðarkaup.
Með því að ýta á ADD TO CART getur þú keypt þessa fallegu uppskrift.
Efni: Klompe Lompe merino ull frá Sandnes garn. Fæst m.a. í Fjarðarkaup og Tinnu.
Einnig mæli ég með Katia merino 100% en það færðu í vefverslun Petit Knitting..
Stærðir og magn:
0-6 mánaða: 150-200gr
6-12 mánaða: 200gr
1-2 ára: 250gr
2-4 ára: 300gr
4-6 ára: 350gr
6-8 ára: 400gr
8-10 ára: 450-500gr
(höfundur ábyrgist ekki að allir prjónarar noti sama magn af garni svo þetta er einungis viðmið)
Prjónfesta:
22 lykkur slétt prjón á prjóna nr 3.5 eða 4 = 10 sm
Ég gef upp tvær prjónastærðir vegna þess að sumir prjóna þétt og aðrir laust.
Það sem þarf:
- hringprjónar nr. 3.5 eða 4 (60 eða 80 sm langan, fer eftir því hvaða stærð þið eruð að prjóna)
- Sokkaprjónar nr. 3.5 eða 4
- tölur
- nál til frágangs og til að sauma tölurnar í
- prjónamerkiUmmál (án kantsins)
Ummál á búk:
0-6 mán: 55 sm
6-12 mán: 57 sm
1-2 ára: 60 sm
2-4 ára: 65 sm
4-6 ára: 70 sm
6-8 ára: 75 sm
8-10 ára: 80 sm
Lengd á búk upp að handvegi:
0-6 mán: 16.5 sm
6-12 mán: 19 sm
1-2 ára: 22 sm
2-4 ára: 25 sm
4-6 ára: 29 sm
6-8 ára: 34 sm
8-10 ára: 38 sm
Ummál á ermum:
0-6 mán: 17 sm
6-12 mán: 19 sm
1-2 ára: 21 sm
2-4 ára: 22 sm
4-6 ára: 23 sm
6-8 ára: 24 sm
8-10 ára: 25 sm
Lengd á ermum :
0-6 mán: 16 sm
6-12 mán: 18 sm
1-2 ára: 21 sm
2-4 ára: 25 sm
4-6 ára: 29 sm
6-8 ára: 34 sm
8-10 ára: 38 sm
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Hentar ekki að greiða með korti?
Það er í boði að velja millifærslu í stað greiðslu með korti í afgreiðsluferlinu.