Umsagnir prjónara
Þessi prjónauppskrift er á íslensku.
Mói er prjónuð ofan frá og niður og fram og tilbaka.
Það skemmtilega við þessa uppskrift er að það er mikið að gerast í henni, svo sem kaðalprjón, perluprjón, útaukningar og fleira.
Þessi peysa passar vel við Silfá húfu, enda báðar flíkur prjónaðar með perluprjóni.
Efni:
Merino ull frá Sandnes garn en hægt er að nota allt garn sem passar fyrir prjóna nr. 3.5 - 4.
Stærðir og magn:
Newborn:3 dokkur
3-6 mán: 3 dokkur
6-12 mán:4 dokkur
1-2 ára: 5 dokkur
2-4 ára: 7 dokkur
4-6 ára: 8 dokkur
6-8 ára: 9 dokkur
8-10 ára: 10-11 dokkur
(höfundur ábyrgist ekki að allir prjónarar noti sama magn af garni svo þetta er einungis viðmið)
Ummál á bol:
Newborn:51 sm
3-6 mán: 54 sm
6-12 mán: 56.5 sm
1-2 ára: 60 sm
2-4 ára: 65 sm
4-6 ára: 67.5 sm
6-8 ára: 70 sm
8-10 ára: 73 sm
Það sem þarf:
- hringprjónar nr. 3,5 og nr. 4 (60-80 sm)
- aukaprjón til að geyma lykkjur á (þarf ekki, hægt að nota bandspotta)
- Sokkaprjónar nr. 4
- tölur (15 mm)
- nál til frágangs og til að sauma tölurnar í
- prjónamerki
- Kaðalprjón eða einn sokkaprjón til að snúa kaðli
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Hentar ekki að greiða með korti? Sendu okkur póst á pk@petitknitting.is eða skilaboð á FB og við getum boðið þér að millifæra upphæðina. Uppskriftina færðu svo senda frá okkur.