ÁGÆTIS BYRJUN

Petit Knitting

Listaverð 0 kr tilboð

 Ekki þarf að setja þessa vöru í körfu. Ýta skal á hlekkinn hér fyrir neðan til að nálgast uppskriftina. 

Ágætis Byrjun er verkefni fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í prjóni. Uppskiftunum fylgja ítarlegar leiðbeiningar og linkar á vidjó um helstu undirstöðu atriði í prjóni. Þessar uppskriftir gefa góða innsýn inn í það hvernig uppskriftirnar okkar eru byggðar upp en við leggjum áherslu á að hafa þær einfaldar, ítarlegar og fallegar. 

 Fáðu þér eintak - það er frítt. Ýttu hér til að hlaða uppskriftinni niður. 

Peysa

Efni: Smart frá Sandnes garn. Fæst m.a.í Fjarðarkaup, Hagkaup og Rúmfó.

Hvað þarf mikið af garni miðað við stærð:
0-6 mánaða: 150gr (1 dokku af ljósgráu, 2 dokkur af appelsínurauðum)
6-12 mánaða: 200gr (1 dokku af ljósgráu, 3 dokkur af appelsínurauðum)
1–2 ára: 250gr (2 dokkur af ljósgráu, 4 dokkur af appelsínurauðum)
2-4 ára: 300gr (2 dokkur af ljósgráu, 5 dokkur af appelsínurauðum)
4-6 ára: 350gr (2 dokkur af ljósgráu, 6 dokkur af appelsínurauðum)
6-8 ára: 400gr ((2 dokkur af ljósgráu, 7 dokkur af appelsínurauðum)
8-10 ára: 450gr (2-3 dokkur af ljósgráu, 8 dokkur af appelsínurauðum)

ATH að uppgefið magn af garni er einungis viðmið þar sem við prjónum öll misfast/-laust.

Það sem þarf:
- hringprjónar nr.4.5 (40 og 60 sm)
- sokkaprjónar nr. 4.5
- nál til frágangs
- prjónamerki
- tölur

Prjónfesta
23 lykkjur á prj. Nr. 4.5 x 30 umf = 10 x 10 sm

 

Húfa

Efni: Smart frá Sandnes garn. Fæst m.a.í Fjarðarkaup, Hagkaup og Rúmfó. Einnig hægt að nota eitthvað mýkra eins og t.d. merino ullina frá Sandnes eða Drops merino extra fine (fæst í Handverkskúnst).

Hvað þarf mikið af garni miðað við stærð:


0-6 mánaða: 1 dokka (50 gr)
6-12 mánaða: 1 dokka (50 gr)
1–2 ára: 1-2 dokkur (50-100 gr)
2-4 ára: 2 dokkur (100 gr)
4-6 ára: 2 dokkur (100 gr)
6-10 ára: 2 dokkur (100 gr)

ATH að uppgefið magn af garni er einungis viðmið þar sem við prjónum öll misfast/-laust.

Það sem þarf:
- hringprjónar nr.4.5 (40 og 60 sm)
- sokkaprjónar nr. 4.5
- nál til frágangs
- prjónamerki

Prjónfesta
23 lykkjur á prj. Nr. 4.5 x 30 umf = 10 x 10 sm