STROFF
KÁRI OVERSIZED PEYSA
KÁRI OVERSIZED PEYSA
Couldn't load pickup availability
KÁRI barnapeysa er fullkomin peysa fyrir börn á aldrinum 0-14 ára svo það er hægt að prjóna á allan barnaskarann þannig að allir eru í stíl. Sniðið á peysunni er gott, auðvelt er að klæða sig í og úr og svo skiptir ekki máli hvernig hún snýr!
KÁRI er prjónuð ofan frá og niður, í hring með laskaútaukningu. Peysan er oversized með löngu stroffi á ermum sem á að lengja endingartímann á peysunni.
Það sem þarf
- Hringprjónn nr. 5 (80 cm)
- Hringprjónar nr. 5.5 (40 og 80 cm langir)
- Sokkaprjónar nr. 5 og 5.5
- Nál til frágangs
- Prjónamerki (4 stk hringlaga sem komast upp á 5,5 mm prjóna)
Prjónfestan í þessari peysu er sú að 18 lykkjur og 23 umferðir gera 10 cm.
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Deila












