Umsagnir prjónara
Varmi fullorðinspeysa er prjónuð ofan frá og niður, í hring, með laskútaukningu. Rendur eru prjónaðar í alla peysuna með ákveðnu millibili. Neðst á peysu er klauf en fram- og bakstykkin í stroffi eru prjónuð fram og til baka.
Þessi uppskrift er snúin.
Gæti rifið í hjá þeim reynsluminnstu, en þeir sem vanari eru rúlla henni upp án þess að blikna.
Efni
Tvöfaldur þráður af Katia Essential Alpacca.
Einnig hægt að nota tvöfaldan þráð af:
Special Aran With Wool
Baby Alpaca 70 frá Lana Gatto
Katia Prime Merino
Katia Kirei
Katia Arles Merino
Stærð | Aðallitur | Aukalitur 1 | Aukalitur 2 |
2XS | 600 g (960 m) | 100 g (160 m) | 100 g (160 m) |
XS | 650 g (1040 m) | 100 g (160 m) | 100 g (160 m) |
S | 700 g (1120 m) | 100 g (160 m) | 100 g (160 m) |
M | 750 g (1200 m) | 100 g (160 m) | 100 g (160 m) |
L | 800 g (1280 m) | 100 g (160 m) | 100 g (160 m) |
XL | 900 g (1440 m) | 150 g (240 m) | 150 g (240 m) |
2XL | 1000 g (1600 m) | 150 g (240 m) | 150 g (240 m |
Það sem þarf
- Hringprjónn nr. 8 (40 cm)
- Hringprjónar nr. 9 (40, 80 og 100/120 cm)
- Sokkaprjónar nr. 9
- Nál til frágangs
- Prjónamerki sem passa uppá hringprjóna nr. 8 og 9.
Lengd bolur, frá handvegi
XXS: 44 cm
XS: 45 cm
S: 46 cm
M: 47 cm
L: 48 cm
XL: 50 cm
XXL: 52 cm
Ummál bolur
XXS: 95 cm
XS: 98 cm
S: 105 cm
M: 110 cm
L: 116 cm
XL: 124 cm
XXL: 131 cm
Lengd ermi, frá handvegi
XXS: 40 cm
XS: 41 cm
S: 42 cm
M: 43 cm
L: 44 cm
XL: 45 cm
XXL: 46 cm
Ummál ermi
XXS: 40 cm
XS: 41,5 cm
S: 43 cm
M: 45 cm
L: 47,5 cm
XL: 50 cm
XXL: 53 cm
Prjónfestan í þessari peysu er sú að 11 lykkjur á prjóna nr. 9 gera 10 cm.
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti? Hægt er að velja millifærslu sem greiðslumáta í kaupferlinu.