Umsagnir prjónara
Peysan RÖKKVI er prjónuð í hring og neðan frá og upp.
Peysan er auðveld í framkvæmd og mjög skemmtileg að prjóna. Þessi uppskrift hentar bæði þeim sem gæla við einfaldar uppskriftir og þeim sem eru lengra komnir. RÖKKVI gæti líka verið flott í karrígulu, antíkbleiku eða gráu 😊
Með því að ýta á ADD TO CART getur þú keypt þessa fallegu uppskrift.
Efni:
Gran Merino frá Lanas Stop (fæst t.d. í Hagkaup) en hægt er að nota allt garn sem passar fyrir prjóna 4 - 4,5. Mæli með Smart frá Sandnes garn (fæst í Hagkaup, Fjarðarkaup og Rúmfó) og Spuna (fæst m.a. í Hagkaup, Fjarðarkaup og Nettó).
Stærðir og magn:
0-6 mánaða: 150gr (þrjár dokkur)
6-12 mánaða: 200gr (fjórar dokkur)
1-2 ára: 250gr (fimm dokkur)
2-4 ára: 300gr (sex dokkur)
4-6 ára: 350gr (sjö dokkur)
6-8 ára: 400gr (átta dokkur)
8-10 ára: 450-500gr (níu - tíu dokkur)
Það sem þarf:
- hringprjónar nr.4 og nr.4,5
- sokkaprjónar nr.4 og nr.4,5
- 4 stk. af trétölum (eða fleiri, smekksatriði)
- nál til frágangs og til að sauma tölurnar í
- prjónamerki
Prjónfesta:
22 lykkjur sléttprjón á prjóna nr. 4.5 = 10 sm
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Hentar ekki að greiða með korti? Sendu okkur póst á pk@petitknitting.is eða skilaboð á FB og við getum boðið þér að millifæra upphæðina. Uppskriftina færðu svo senda frá okkur.