Þessi uppskrift fæst bæði stök, og sem partur af Uglusvefn barnasetti.
Smelltu hér til að kaupa allt settið saman á enn betra verði
Uglusvefn barnabuxur eru prjónaðar neðan frá og upp og í hring.
Efni
Tvöfaldur þráður af Nordic Mini eða Baby Wool frá Icewear Garn.
Einnig hægt að nota:
Tvöfaldur þráður af Merino eða Cotton Merino frá Knitting for Olive, eða Babygarn frá Rauma
Eða 1 þráður af Tumi eða Mitu frá Rauma
Garnmagn
Stærð Nordic Mini (tvöfalt) Tumi (einfalt)
Nýburi: 100 g (470 m) 100 g (260 m)
3-6 mán: 100 g (470 m) 100 g (260 m)
6-12 mán: 100 g (470 m) 100 g (260 m)
12-18 mán: 150 g (705 m) 150 g (390 m)
18-24 mán: 150 g (705 m) 150 g (390 m)
2-4 ára: 200 g (940 m) 200 g (520 m)
4-6 ára: 200 g (940 m) 200 g (520 m)
Það sem þarf
- Hringprjónn nr. 3.5 (40 cm langur)
- Sokkaprjónar nr. 3.5 (fyrir skálmar og stroff á skálmum)
- Nál til frágangs
- Prjónamerki
- Teygja í mittið
Mál
Ummál
Nýburi: 43,5 cm
3-6 mán: 47,5 cm
6-12 mán: 52,5 cm
12-18 mán: 56,5 cm
18-24 mán: 56,5 cm
2-4 ára: 62 cm
4-6 ára: 63,5 cm
Lengd á skálmum
Nýburi: 19 cm
3-6 mán: 21 cm
6-12 mán: 27 cm
12-18 mán: 29 cm
18-24 mán: 34 cm
2-4 ára: 41 cm
4-6 ára: 45 cm
Prjónfestan í þessari uppskrift er sú að 22 lykkjur á prjóna nr. 4 gera 10 cm.
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti? Hægt er að velja millifærslu sem greiðslumáta í kaupferlinu.