Umsagnir prjónara
Buxurnar eru prjónaðar ofan frá og niður, í hring. Þessar buxur eru hugsaðar sem hlýjar, þykkar og góðar innanundir buxur fyrir t.d. leikskólann, skólann eða bara til þess að fara út að leika. Buxurnar eru háar upp og eru ekki með upphækkun að aftan. Stroffið á skálmum er langt og er ætlast til þess að bretta upp á það til að byrja með og bretta það svo niður þegar barnið stækkar. Ekki er nauðsynlegt að nota mohair með, það er hægt að sleppa því og nota einungis Aran með sömu prjónastærð og fá út sömu prjónfestu en með mohair þræði verða buxurnar þéttari og hlýrri.
Efni
Katia Merino Aran og mohair (Angel by Permin eða Silk Mohair frá Lana Gatto eða 50 Shades of Mohair frá Katia)
Það er ekki nauðsynlegt að nota mohair. Þú getur sleppt því og prjónað uppskriftina með bara Aran á sömu prjóna og fengið sömu prjónfestu.
Í staðinn fyrir Katia Merino Aran má líka nota Maxi Soft eða Nuovo Irlanda frá Lana Gatto, eða Katia Merino Sport, Katia Merino Tweed eða Special Aran frá Stylecraft.
Stærðir og magn af garni
Stærð | Magn Aran | Magn mohair |
1-2 ára | 100 g | 25 g |
2-4 ára | 100 g | 25 g |
4-6 ára | 100 g | 50 g |
6-8 ára | 150 g | 50 g |
8-10 ára | 150 g | 50 g |
ATH að uppgefið magn af garni er einungis viðmið þar sem við prjónum öll misfast/-laust.
Það sem þarf
- Hringprjónn nr. 6 (40/60 cm langur)
- Sokkaprjónar nr. 6
- Sokkaprjónar nr. 4.5
- Nál til frágangs
- Prjónamerki
Ummál
1-2 ára: 37,5 cm
2-4 ára: 37,5 cm
4-6 ára: 45 cm
6-8 ára: 45 cm
8-10 ára: 52,5 cm
Ummál skálmar
1-2 ára: 19 cm
2-4 ára: 19 cm
4-6 ára: 22,5 cm
6-8 ára: 22,5 cm
8-10 ára: 26,5 cm
Lengd skálmar
1-2 ára: 31 cm
2-4 ára: 35 cm
4-6 ára: 38 cm
6-8 ára: 42 cm
8-10 ára: 45 cm
Prjónfestan í þessum buxum er sú að 16 lykkjur á prjóna nr. 6 gera 10 cm með því að nota Merino Aran frá Katia og mohair.
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti? Hægt er að velja millifærslu sem greiðslumáta í kaupferlinu.