Umsagnir prjónara
Þessi uppskrift er á íslensku, og afhendist rafrænt samstundis eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Leiðbeiningar um hvernig skal nálgast uppskriftina er að finna hér.
Hér er komin ný og betri útfærsla af Vöku húfu og Ara vettlingum. Bætt hefur verið inn verklagi varðandi frágang á húfu sem og útskýringamyndum sem eiga að lýsa því ferli betur.
Prjónastærð breytt, garntegund breytt og ummál á húfu og vettlingum bætt inn í upplýsingar.
Þeir sem keyptu eldri útgáfu af þessum uppskriftum fá nýju útgáfuna senda.
VAKA HJÁLMHÚFA
Efni:
VAKA er prjónuð fram og til baka á hringprjón með garðaprjóni (slétt prjón á réttu og röngu). Ég mæli með ýmsum tegundum af garni eins og t.d. merino ull (Sandnes, Drops, Katia), Dale alpacca eða Lerke. Ég mæli með góðu garni í ungbarnahúfur því mér finnst mikilvægt að það sem er á höfði barnsins sé mjúkt og pirri þau ekki. Í húfuna á forsíðumynd notaði ég Alpacca frá Dale en það garn fæst í Hagkaup og A4. Litur nr 2846 Garnið þarf að passa fyrir prjóna nr. 3-3.5.
Stærðir og ummál húfu:
0-3 mánaða: 30 sm
3-6 mánaða: 34 sm
6-9 mánaða: 37 sm
9-12 mánaða: 40 sm
12-18 mánaða: 44 sm
Hvað þarf mikið af garni miðað við stærð:
0-3 mánaða: 25 grömm
3-6 mánaða: 35 grömm
6-9 mánaða: 40 grömm
9-12 mánaða: 40 grömm
12-18 mánaða: 50 grömm
Það sem þarf:
- hringprjónn nr.3.5
- nál til frágangs
- dúskur til skrauts (má sleppa)
Prjónfesta
24 lykkjur á prj. nr. 3.5 = 10 sm
ARI UNGBARNAVETTLINGAR
Hvað þarf mikið af garni miðað við stærð:
0-6 mánaða: 50 grömm
6-12 mánaða: 50 grömm
Það sem þarf:
- sokkaprjónar nr. 3.5
- nál til frágangs
Prjónfesta
24 lykkjur á prj. nr. 3.5 = 10 sm
Breidd yfir handabak:
0-6 mánaða: 6 sm
6-12 mánaða: 7 sm
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti? Sendu okkur póst á pk@petitknitting.is eða skilaboð á FB og við getum boðið þér að millifæra upphæðina. Uppskriftina færðu svo senda frá okkur.