Umsagnir prjónara
Þessi uppskrift er á íslensku, og afhendist rafrænt samstundis eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Leiðbeiningar um hvernig skal nálgast uppskriftina er að finna hér.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður. Fyrst er peysan prjónuð fram og til baka og svo í hring.
Efni:
Smart frá Sandnes garn en það fæst m.a. í Rúmfó, Hagkaup og Fjarðarkaup. Ég held að það komi líka hrikalega vel út að nota merino ull frá Sandnes (fæst í Fjarðarkaup), Drops merino extra fine (fæst m.a. í Handverkskúnst) eða Dale Lerke (fæst í A4).
Stærðir og magn af garni:
6-12 mán: (250gr) 2 hvítar og 3 gráar dokkur
1-2 ára: (300gr) 2 hvítar og 4 gráar dokkur
2-4 ára: (400gr) 2 hvítar og 6 gráar dokkur
4-6 ára: (450gr) 2 hvítar og 7 gráar dokkur
6-8 ára: (500-550gr) 2-3 hvítar og 8 gráar dokkur
8-10 ára: (600gr) 3 hvítar og 9 gráar dokkur
Það sem þarf:
- hringprjónar nr. 4 (60 – 80 sm (fer eftir stærð á peysu))
- aukaprjón til að geyma lykkjur á (þarf ekki, hægt að nota bandspotta)
- Sokkaprjónar nr. 4
- tölur (15 mm)
- nál til frágangs og til að sauma tölurnar í
- prjónamerki
- Kaðalprjón eða einn sokkaprjón til að snúa kaðli
Prjónfesta:
24 lykkjur á prjóna nr. 4 = 10 sm
Ummál á bol:
6-12 mán: 56.5 sm
1-2 ára: 60 sm
2-4 ára: 65 sm
4-6 ára: 67.5 sm
6-8 ára: 70 sm
8-10 ára: 73 sm
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti? Sendu okkur póst á pk@petitknitting.is eða skilaboð á FB og við getum boðið þér að millifæra upphæðina. Uppskriftina færðu svo senda frá okkur.