Umsagnir prjónara
LOKI er alveg hreint frábært höfuðfat og hentar vel fyrir lítil höfuð – sérstaklega á haustin og á vorin. Kraginn er góður og nær langt niður og hægt er að setja húfuna innan undir peysu eða úlpu til að koma í veg fyrir að það blási á litla hálsa. Í LOKA lambúshettu notaði ég Klompe Lompe merino ull frá Sandnes garn (fæst í Fjarðarkaup og Tinnu Nýbýlavegi) en það er gefið upp á prjóna nr. 3.5. Það er hægt að nota hvaða garn sem er sem passar fyrir þá prjónastærð.
T.d. Katia Merino Baby
Stærðir
3-6 mán: 50gr
6-9 mán: 100gr
9-12 mán: 100gr
1-2 ára: 100gr
2-3 ára: 100gr
3-4 ára: 100gr
Það sem þarf
- hringprjónn nr. 3.5
- sokkaprjónar nr. 3 (eða hringprjónn nr. 3 til að taka upp kantinn)
- nál til frágangs
- prjónamerki
- 3 stk tölur
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti? Hægt er að velja millifærslu sem greiðslumáta í kaupferlinu.