Umsagnir prjónara
RÖSKVA rúllukragapeysa er hrikalega töff - uppskriftin er einföld og skýr og hentar öllum prjónurum, byrjendum sem lengra komnum.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, í hring með perluprjóni í framhluta peysunnar og í ermum en sléttu prjóni í bakstykki. Peysan er loose eða laus í sniðinu.
Efni
Katia Merino 100% eða Merinocot frá Lana Gatto.
Varðandi prjónfestu
Nota þarf prjóna nr. 4 fyrir Merino 100% og prjóna nr. 3,5 fyrir Merinocot til að fá rétta prjónfestu.
Það sem þarf
- Hringprjónar nr. 4 (40, 60 og 80 cm langir)
- Hringprjónn nr. 3.5 (60/80 cm langur fyrir stroff á bol)
- Sokkaprjónar nr. 4
- Sokkaprjónar nr. 3.5 (fyrir stroff á ermum)
- Nál til frágangs
- Prjónamerki
- 6 – 8 tölur (má sleppa, þær eru bara skraut)
Stærð | Magn |
6-12 mán | 200 g |
1-2 ára | 250 g |
2-4 ára | 300 g |
4-6 ára | 350 g |
6-8 ára | 400 g |
8-10 ára | 450 g |
Lengd á bol, frá handvegi, með stroffi
6-12 mán: 20 cm
1-2 ára: 22 cm
2-4 ára: 26 cm
4-6 ára: 29 cm
6-8 ára: 33 cm
8-10 ára: 37 cm
Ummál á bol
6-12 mán: 59 cm
1-2 ára: 66 cm
2-4 ára: 70 cm
4-6 ára: 77 cm
6-8 ára: 84 cm
8-10 ára: 87 cm
Lengd á ermum frá handvegi, með stroffi
6-12 mán: 18 cm
1-2 ára: 21 cm
2-4 ára: 24 cm
4-6 ára: 28 cm
6-8 ára: 32 cm
8-10 ára: 36 cm
Ummál á ermum
6-12 mán: 19 cm
1-2 ára: 21 cm
2-4 ára: 23 cm
4-6 ára: 24 cm
6-8 ára: 26,5 cm
8-10 ára: 28,5 cm
Prjónfestan í þessari peysu er sú að 23 lykkjur á prjóna nr. 4 gera 10 cm með Merino 100% en nota þarf prjóna 3,5 fyrir Merinocot til að fá sömu prjónfestu.
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti? Hægt er að velja millifærslu sem greiðslumáta í kaupferlinu.