Umsagnir prjónara
Nikita chunky fullorðins peysa er prjónuð úr þremur þráðum (saman), ofan frá og niður og í hring, með laskaútaukningu. Garnmagn er gefið upp í samræmi við lengd í uppskrift.
Þessi uppskrift er snúin.
Gæti rifið í hjá þeim reynsluminnstu, en þeir sem vanari eru rúlla henni upp án þess að blikna.
Efni
Katia Kirei, Katia Prime Merino OG Angel by Permin eða Silk Mohair frá Lana Gatto. Allir þræðir prjónaðir saman.
Einnig hægt að nota:
- Anice frá Lana Gatto OG Silk Mohair/Angel by Permin prjónað saman
Patagonia frá Lana Gatto OG Silk Mohair/Angel by Permin prjónað saman
- Tvöfalt Katia Merino Aran
- Katia Essential Alpaca, VIP frá Lana Gatto og Silk Mohair/Angel by Permin prjónað saman
Stærð | Kirei | Prime | Mohair |
XS | 500 g (800 m) | 300 g (720 m) | 75 g (630 m) |
S | 500 g (800 m) | 300 g (720 m) | 100 g (840 m) |
M | 600 g (960 m) | 400 g (960 m) | 100 g (840 m) |
L | 700 g (1120 m) | 450 g (1080 m) | 125 g (1050 m) |
XL | 800 g (1280 m) | 500 g (1200 m) | 150 g (1260 m) |
XXL | 900 g (1440 m) | 550 g (1320 m) | 175 g (1470 m) |
Það sem þarf
- Hringprjónn nr. 8 (40, 80 og 100/120 cm)
- Hringprjónn nr. 7 (80/100 cm)
- Sokkaprjónar nr. 7
- Nál til frágangs
- Prjónamerki (helst hringlaga sem komast upp á prjóninn)
Lengd á bol, frá handvegi
XS: 34 cm
S: 36 cm
M: 38 cm
L: 40 cm
XL: 42 cm
2XL: 44 cm
Ummál bolur
XS: 95 cm
S: 100 cm
M: 105 cm
L: 110 cm
XL: 115 cm
2XL: 121 cm
Lengd á ermum, frá handvegi
XS: 34 cm
S: 36 cm
M: 38 cm
L: 40 cm
XL: 42 cm
2XL: 44 cm
Ummál ermar
XS: 30 cm
S: 31,5 cm
M: 35 cm
L: 36,5 cm
XL: 38 cm
2XL: 40 cm
Prjónfestan í þessari peysu er sú að 12 lykkjur á prjóna nr. 8 gera 10 cm.
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti? Hægt er að velja millifærslu sem greiðslumáta í kaupferlinu.