
Prjónanámskeið þar sem við prjónum heimferðarsett (peysu, buxur og húfu).
Námskeiðsdagar:
5. október frá kl 18-21.
12. október frá kl 18-21.
19. október frá kl 18-21.
26. október frá kl 18-21.
2. nóvember frá kl 18-21.
Uppskrift: Fyrir litla bróður sett (peysa, buxur og húfa) EÐA Nikita sett (peysa, buxur og húfa).
-
Kvöldið: Peysa – fara yfir uppskrift og skoða þau atriði sem þarf að kunna. Byrja á peysunni.
- Heimavinna: klára berustykkið.
-
Kvöldið: Setja ermalykkjur á band og prjóna bolinn. Prjóna áleiðis niður bol. Læra að setja ermalykkjur á prjón og prjóna upp lykkjur í handvegi.
- Klára peysu.
-
Kvöldið: Stuttbuxur - fara yfir uppskrift og skoða þau atriði sem þarf að kunna. Byrja á buxunum.
- Heimavinna: Klára buxur (eins mikið og hægt er).
-
Kvöldið: Húfa – fara yfir uppskrift og skoða þau atriði sem þarf að kunna. Byrja á húfunni.
- Heimavinna: Klára húfu (eins mikið og hægt er).
- Kvöldið: Klára það sem enn er óklárað, ganga frá endum og fara yfir hvernig á að þvo flíkurnar.
- Staðsetning: Verzlun STROFF, Skipholti 25
- Hámarks fjöldi: 10 manns
- Lágmarks fjöldi: 6 manns
- Samtals: 15 klst
- Innifalið: Kennsla, uppskrift af setti og verkefnapoki.
Kennarar verða Sjöfn Kristjánsdóttir, eigandi, hönnuður og hugmyndasmiður Stroff, og Leonie Karn, þýðandi, prjónari og starfsmaður hjá Stroff.
- Þær verða báðar til staðar allan tímann svo haldið verður vel utan um alla þátttakendur.
Þátttakendur þurfa að hafa með sér: Garn og prjóna sem hæfir uppskrift. Glósubók og penna.
Þátttakendur fá 20% afslátt í verzlun. Hægt er að nýta sér það á námskeiðsdegi.
Verð: 39.900 kr
Aðeins 10 sæti eru í boði, og fer skráning fram með því að setja námskeiðið í körfu og ganga frá greiðslu. Ef hámarksfjöldi næst ekki heimila kennarar að fella niður námskeið og endurgreiða námskeiðið til þeirra sem hafa skráð sig.
* Forföll skal boða í síðasta lagi klukkan 12 þann 3. okt til að eiga möguleika á endurgreiðslu.