Framhaldsnámskeið 27. og 29. sept 2022

Framhaldsnámskeið 27. og 29. sept 2022

STROFF
Listaverð
15.900 kr
Tilboð
15.900 kr
Listaverð
Uppselt
Unit price
per Prjónanámskeið (tvö kvöld) fyrir þá sem kunna að fitja upp og prjóna slétt og brugðið.
 Við ætlum að læra að lesa einfalda uppskrift af vettlingum eða sokkum og að prjóna á sokkaprjóna (í hring). Á seinna kvöldinu verður farið í hælaprjón og/eða þumalprjón. einnig ætlum við að læra að ganga frá endum.

- Dagsetning: 27. og 29. september 2022, frá 18-21
- Staðsetning: Verzlun STROFF, Skipholti 25 
- Hámarks fjöldi: 10 manns
- Lágmarks fjöldi: 6 manns
- Samtals: 3 klst
- Innifalið: Kennsla og fræðsluefni

Kennarar verða Sjöfn Kristjánsdóttir, eigandi, hönnuður og hugmyndasmiður Stroff, og Leonie Karn, þýðandi, prjónari og starfsmaður hjá Stroff. 
- Þær verða báðar til staðar allan tímann svo haldið verður vel utan um alla þátttakendur. 

Þátttakendur þurfa að hafa með sér: Garn og sokkaprjóna (stærð og grófleiki sem hentar verkefni), prjónamerki og nál til frágangs.

Þátttakendur fá 20% afslátt í verzlun. Hægt er að nýta sér það á námskeiðsdegi. 

Verð: 15.900 kr. Þeir sem voru á grunnnámskeiði fá 15% afslátt af þessu námskeiði. Þið fáið afsláttarkóða með því að senda tölvupóst á sjofn@stroff.is. 

Aðeins 10 sæti eru í boði, og fer skráning fram með því að setja námskeiðið í körfu og ganga frá greiðslu. Ef hámarksfjöldi næst ekki heimila kennarar að fella niður námskeið og endurgreiða námskeiðið til þeirra sem hafa skráð sig.

* Forföll skal boða í síðasta lagi klukkan 12 þann 25. sept 2022 til að eiga möguleika á endurgreiðslu.