
Prjónanámskeið þar sem kennd verða undirstöðuatriðin í prjóni.
Við ætlum að læra að fitja upp, prjóna slétt og brugðið, fella af, gera prjónfestuprufur og önnur praktísk atriði eins og að velja rétta garnið.
- Dagsetning: 1. september 2022, frá 18-21
- Staðsetning: Verzlun STROFF, Skipholti 25
- Hámarks fjöldi: 10 manns
- Lágmarks fjöldi: 6 manns
- Samtals: 3 klst
- Innifalið: Kennsla og fræðsluefni
Kennarar verða Sjöfn Kristjánsdóttir, eigandi, hönnuður og hugmyndasmiður Stroff, og Leonie Karn, þýðandi, prjónari og starfsmaður hjá Stroff.
- Þær verða báðar til staðar allan tímann svo haldið verður vel utan um alla þátttakendur.
Þátttakendur þurfa að hafa með sér: Garn fyrir prjóna nr. 4, sokkaprjóna nr. 4, prjónamerki, glósubók og penna.
Þátttakendur fá 20% afslátt í verzlun. Hægt er að nýta sér það á námskeiðsdegi.
Verð: 9.900 kr
Aðeins 10 sæti eru í boði, og fer skráning fram með því að setja námskeiðið í körfu og ganga frá greiðslu. Ef hámarksfjöldi næst ekki heimila kennarar að fella niður námskeið og endurgreiða námskeiðið til þeirra sem hafa skráð sig.
* Forföll skal boða í síðasta lagi klukkan þann 30. ágúst 2022 til að eiga möguleika á endurgreiðslu.