
Prjónanámskeið þar sem kennd verða undirstöðuatriðin í prjóni.
Við ætlum að læra að fitja upp, prjóna slétt og brugðið, fella af, gera prjónfestuprufur og önnur praktísk atriði eins og að velja rétta garnið.
- Dagsetning: þriðjudagur 8. okt frá kl. 19:30-22
- Staðsetning: Mjög hugguleg aðstaða í miðbæ Hafnarfjarðar. Staðsetning verður send á þátttakendur.
- Hámark 10 manns per námskeið
- Samtals: 2.5 klst
- Innifalið: Kennsla og fræðsluefni
Kennarar verða Sjöfn Kristjánsdóttir, eigandi, hönnuður og hugmyndasmiður Stroff, og Andrea Ida Jónsdóttir, leikkona, áhrifavaldur og prufupjónari hjá Stroff.
- Þær verða báðar til staðar allan tímann svo haldið verður vel utan um alla þátttakendur.
Þátttakendur þurfa að hafa með sér: Garn, prjóna, prjónamerki, glósubók og penna.
Verð: 9.000 kr
Aðeins 10 sæti í boði, og fer skráning fram með því að setja námskeiðið í körfu og ganga frá greiðslu.
* Forföll skal boða í síðasta lagi klukkan 12 þann 28. september til að eiga möguleika á endurgreiðslu.
Uppselt var á fyrsta grunnnámskeið Stroff.
Þetta höfðu þátttakendur að segja:
- "Þetta var fullkomið"
-"Aðstaðan var virkilega góð og kósý!"
- "Frábært andrúmsloft og frábærir kennarar."
- "Frábært og virkilega skemmtilegt námskeið hjá ykkur. Kunni ekkert að prjóna áður en ég mætti en kann núna helstu tökin og með fullt af öðrum fróðleik í bónus. Hlakka til að mæta á komandi námskeið."
- "Þetta var frábært hjá ykkur, virkilega góðir kennarar og með mjög þægilega nærveru. Maður var ekkert óhræddur að spyrja :)"