
Prjónanámskeið þar sem þátttakendum verður kennt að prjóna hinar ofurvinsælu peysuuppskriftir Kára eða Urði.
Námskeiðið hefst mánudaginn 16. september.
Hver og einn ákveður hvort hann vill prjóna Kára eða Urði.
- Þátttakendur þurfa að kunna að fitja upp og prjóna slétt og brugðið.
- Flíkin verður prjónuð frá upphafi til enda á námskeiðinu og með heimavinnu.
- Kennt verður 1x í viku, á mánudögum, frá klukkan 19:30 - 22
- Dagsetningar: 16. sept, 23. sept, 30. sept, 7. okt & 14. okt.
- Staðsetning: Mjög hugguleg aðstaða í miðbæ Hafnarfjarðar. Staðsetning verður send á þátttakendur.
- Hámark 15 manns per námskeið, lágmark 10.
- Náist ekki lágmarksþátttaka verður námskeið fellt niður og endurgreitt.
- Samtals: 12.5 klst
- Innifalið: Útprentuð uppskrift, skrautmerki og veitingar
Kennarar verða Sjöfn Kristjánsdóttir, eigandi, hönnuður og hugmyndasmiður Stroff, og Andrea Ida Jónsdóttir, leikkona, áhrifavaldur og prufupjónari hjá Stroff.
- Þær verða báðar til staðar allan tímann svo haldið verður vel utan um alla þátttakendur.
Þátttakendur þurfa að hafa með sér: Garn, prjóna, prjónamerki, yfirstrikunarpenna, venjulegan penna, nál til frágangs
Verð: 28.500 kr
Aðeins 15 sæti í boði, og fer skráning fram með því að setja námskeiðið í körfu og ganga frá greiðslu.
* Forföll skal boða í síðasta lagi klukkan 12 þann 13. september til að eiga möguleika á endurgreiðslu.