Breytingar
Við viljum vekja sérstaka athygli á breytingum á opnunartíma vöruhúss okkar Vatnagörðum 22, og breytingum sem eru að verða á sendingarleiðum.
Gorilla House, Vatnagörðum 22, verður framvegis opið frá kl 12-17 alla virka daga.
Frá og með 1. júní er hægt að panta "Express heimsending á höfuðborgarsvæðinu". Verð = 800 kr
Berist pöntun fyrir kl 13 verður pöntunin keyrð heim til þín milli kl 17 og 22 samdægurs. Pantanir sem berast eftir kl 13 verða keyrðar út næsta virka dag, milli kl 17 og 22.
Flytjandi sér um landsbyggðina.
Verð = 800 kr.
Frá og með 17. júní byrjum við að nota Flytjanda til að dreifa vörum um landsbyggðina. Viðskiptavinir geta því sótt sinn pakka á sína Flytjandastöð 1-2 virkum dögum eftir pöntun. SMS er sent til staðfestingar þegar sækja má pakkann.
Hér má sjá afgreiðslustaði Flytjanda https://www.eimskip.is/thjonusta/innanlands/flytjandi/afgreidslustadir/