Þvottaleiðbeiningar á garni

Að þvo prjónaflíkur getur verið flókið verkefni. Það er mjög mikilvægt að kynna sér þær þvottaleiðbeiningar sem eru á því garni sem verið var að prjóna úr. Þar eru oft ýmis tákn um hvað má og hvað má ekki og ég vil meina að það sé fyrsta verk að afla sér upplýsinga hvað þessi tákn þýða áður en flíkin er sett í þvott.

Sumt garn má alls ekki setja í þvottavél á meðan annað garn gerir ráð fyrir vélarþvotti. Hér að neðan koma algeng tákn sem eru utan á dokkum í bland við okkar ráð:

Venjulegur þvottur: Þetta merki þýðir að garnið má fara í þvottavél og á fulla vindu (1200 - 1400 snúninga).

Viðkvæmur þvottur: Þetta merki þýðir að garnið má fara í þvottavél á miðlungs vindu (800 snúninga).

Mjög viðkvæmur þvottur: Þetta merki þýðir að garnið má fara í þvottavél á væga vindu (400-600 snúninga).



Handþvottur: Þetta merki þýðir að garnið þolir ekki þvott í þvottavél. Flestar nýjar þvottavélar eru þó með handþvottastillingu. Þegar ég þvæ garn með þessu merki þá þvæ ég á köldu skoli og 400 snúninga vindu.


Þurrkari: Þetta merki þýðir að flíkin má fara í þurrkara, á fullan hita.


Þurrkari: Þetta merki þýðir að flíkin má fara í þurrkara, á vægan hita.


Hitastig á þvotti: Það er misjafnt á hvaða hita á að þvo flíkina en það fer alveg eftir því hvaða garn er verið að nota. Ef það stendur 30°C og tvö strik undir þá þýðir það að flíkin má fara á 30°C og væga vindu. Ef það er ekkert strik undir hitamerkinu þá má flíkin fara á fulla vindu.


Þetta merki þýðir að strauja má flíkina. Punktarnir inn í straujárninu segja til á hvaða hita má strauja
Engin punktur: Hvaða hiti sem er.
Einn punktur: Má ekki fara hærra en 110° C.
Tveir punktar: Má ekki fara hærra en 150° C.
Þrír punktar: Má ekki fara hærra en 200° C.


Þetta merki þýðir að leggja þarf flíkina til þerris, á sléttan flöt.


Þetta merki þýðir að nota má öll leysiefni nema þau sem innihalda tetrachlorethylene.


Þetta merki þýðir að ekki má bleikja flíkina.


Þetta merki þýðir að það má bleikja flíkina en ekki með klór.

Þvottur og meðhöndlun á garni er á ábyrgð kaupanda eða þess sem þvær. Endilega kynnið ykkur merkingarnar sem eru á hverju garni fyrir sig.

Þvottakveðja,
starfsfólk Stroff