Skilareglur

Frá og með 1. mars 2022 gilda þessar skilareglur hjá verslun Stroff.
Til og með 1. mars 2022 má skila vörum án þess að geta framvísað kvittun. 

Vöruskil og skipti

  • Almennt er mögulegt að skila eða skipta vörum innan 3ja mánaða frá kaupum.
    Eina varan með styttri skilafrest eru prjónar, þeim má skila innan viku frá kaupum. 
     
  • Til að geta skilað eða skipt vörum sem keyptar voru hjá Stroff þarf að framvísa greiðslukvittun sem sýnir fram á hvenær varan var keypt og á hvaða verði.  
Einfaldasta og besta leiðin er að gefa upp netfang þegar gengið er frá kaupum í versluninni. Við það vistast pöntunin í kerfinu okkar undir því netfangi og alltaf hægt að fletta henni upp. Einnig er hægt að fá senda sundurliðaða kvittun á netfangið.

Þeir sem versla í netversluninni eru að gera þetta nú þegar svo ekki er um neina breytingu að ræða. Þá er nóg fyrir starfsfólk Stroff að fletta upp netpöntuninni til að staðfesta kaupin. 

  • Ef skila á vöru þarf hún að vera í sínu upprunalega ástandi. Sé vara ekki í ásættanlegu ástandi getum við neitað að taka við henni. Dæmi um þetta er til dæmis ef það er reykingarlykt af garninu, eða ef garndokka er krumpuð og tætt. 

  • Ekki er mögulegt að skila eða skipta vörum sem eru hættar í sölu hjá Stroff. 
    Dæmi um þetta eru garntegundir sem eru hættar, eða jafnvel ákveðnir litir sem eru hættir í framleiðslu eða Stroff hefur ákveðið að hætta að selja. 
  • Ekki er hægt að skila uppskriftum.