Sækja uppskriftir á Iphone/Ipad

Við höfum orðið þess vör að sumir Apple notendur eiga í vandræðum með að sækja uppskriftirnar sínar í Iphone og Ipad. 

Hér koma leiðbeiningar sem vonandi útskýra þetta ferli vel. 

Eftir að gengið hefur verið frá greiðslu er sendur tölvupóstur á netfangið sem þú skráðir í pöntunina. 
Pósturinn lítur svona út, og þú þarft að ýta á hlekkinn fyrir uppskriftina sem þú ætlar að sækja. 

Athugaðu að ef þú gerðir innsláttarvillu þegar þú slóst netfangið inn í pöntunina muntu ekki fá neina tölvupósta frá okkur. Þá þarftu að hafa samband og við lagfærum stafsetningarvilluna og sendum póstana aftur. 

Eftir að hafa smellt á hlekkinn í tölvupóstinum opnast þessi síða í netvafra, og þú þarft að fylgja skrefunum sem er búið að skrifa inn á myndina. 

Fylgdu fyrst skrefi 1 og 2 á efri myndinni, svo ferðu í skref 3 á neðri myndinni. 

Nú ertu búin að opna skjalið í fyrsta skipti. 

Þú munt vilja nálgast skjölin þín aftur og aftur.
Það þarft þú ekki að gera í gegnum tölvupóstinn. Það er bara gert í fyrsta skipti.
Þegar þú smelltir á "Download" varstu að vista eintak af skjalinu á tækið þitt. 

Finndu forrit á tækinu þínu sem heitir "Files". 

Þar muntu finna öll skjöl sem þú hefur hlaðið niður. 

Þegar þú ert búin að opna skjalið útfrá "Files" appinu geturðu líka flutt afrit af því inn í forritið "Books", sem margir nota til að halda utan um rafbækur og allskyns skjöl 

Vonandi nýtast þessar leiðbeiningar þeim sem lenda í vandræðum með þetta.

Þessar leiðbeiningar voru settar saman þann 15. september 2020, og gæti þetta ferli tekið breytingum í Apple tækjum eftir því sem Apple gerir breytingar.