Prjón er snilld! - leiðréttingar

Hér verða leiðréttingar á Prjónabók Stroff sem kom út í nóvember 2021 birtar. 

Esjar og Eldar – bls 247-249

  1. Bls 249: Úrtaka á tá – Prjónn 1 er il en ekki rist.

Nikita dömupeysa – bls 129-131

  1. Bls 129: Skref 3 - Það er engin lasklykkja á milli útaukninga svo fyrsta setningin þarna dettur út.
  2. Bls 130: Nú er styttum umferðum lokið og búið að auka út 2x (ekki 3x eins og kemur fram í uppskrift).

Ynja sokkar bls. 273: vísað er í mynsturmynd og hún sögð vera á bls. 108. Það er ekki rétt, mynsturmyndin er á bls. 274.