Skilmálar og skilyrði
Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðilann
STROFF (Petit Knitting ehf kt. 5910170470) / Efstaleiti 25, 103 Reykjavík / 5516070 / stroff@stroff.is
Petit Knitting ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar þegar greiðsla hefur verið staðfest.
Uppskriftir eru afhentar sem pdf skjal sem er hlaðið niður af síðunni eftir greiðslu. Sé það ekki mögulegt mun seljandi senda skjalið í tölvupósti eða eftir öðrum leiðum. Mikilvægt er að slá netfang rétt inn í pöntunarferli, innihaldi það innsláttarvillur mun tölvupósturinn ekki skila sér til viðskiptavinar. Ef grunur leikur á innsláttarvillu má hafa samband við stroff@stroff.is og leiðrétta villuna.
Verð á vöru og sendingakostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum virðisaukaskatti.
Virðisaukaskattur er 24% af öllum vörum nema af útgefnum bókum er hann 11%.
Öll verð eru birt með fyrirvara um villur, og áskilur Petit Knitting ehf sér rétt til að fella niður pantanir og endurgreiða séu villur í verðum þegar pantað er.
Vegna uppskrifta er ekki um neinn sendingarkostnað að ræða, uppskriftir eru afhentar rafrænt eftir greiðslu.
Afslættir gilda aldrei af gjafabréfum.
Að skipta og skila vöru
Enginn skilaréttur er á uppskriftum Petit Knitting. Komi upp ósætti um vörur okkar munum við beita öllum ráðum til að leysa það svo allir megi vera sáttir. Það er þá helst í formi aðstoðar við að skilja uppskriftir.
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.
Skil geta farið þannig fram að kaupandi skili vöru í verslun okkar Skipholti 25, 105 Reykjavík - eða póstsendi vöruna til okkar á eigin kostnaði.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist.
Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur (ef fyrirtækið er með lögheimili í Reykjavík) eða Héraðsdómi Reykjaness (ef fyrirtækið er með lögheimili í t.d. Garðabæ eða Kópavogi)