Kaupa uppskriftir - leiðbeiningar

1. Kaupa uppskriftir í netverslun Petit Knitting

1.1 Fyrst þarf að velja sér uppskriftir og raða þeim í körfuna. 
Það er gert með því að smella á "Bæta í körfuna mína" við hverja uppskrift. 


 

 

 

1.2 Til að skoða körfuna er ýtt á þetta merki.
"2"  stendur fyrir að 2 vörur séu í körfunni.

1.3 Þegar allar uppskriftir sem skal kaupa eru komnar í körfu skal ýta á "Næsta skref" til að halda áfram

1.4 Nú þarf að fylla út upplýsingum um kaupandann. Passa skal sérstaklega vel að skrá inn rétt netfang, því á þetta netfang berast mikilvægar póstar sem innihalda leiðirnar til að nálgast uppskriftirnar. 
Í þessu skrefi er einnig hægt að slá inn afsláttarkóða, eða nýta gjafabréf. 

Þegar búið er að fylla í alla reiti skal ýta á "Næsta skref". 

1.5 Þessi síða er yfirlit pöntunar áður en haldið er á greiðslusíðu. Ef allt er rétt skal ýta á "Fara á greiðslusíðu Valitor". Þurfi að breyta upplýsingum, t.d. breyta netfangi skal ýta á "Tilbaka í upplýsingar um viðskiptavin". 

1.6 Svona lítur greiðslusíðan út. Hér skal slá inn kortaupplýsingar og ýta svo á "Greiða". Velja skal greiðslukort ef greiða á með kreditkorti, en breyta í Debetkorti sé þess óskað. 

 Hér geturðu lesið leiðbeiningar um hvernig þú sækir uppskriftir eftir kaup.