Leiðréttingar Una prjónabók

Hér fyrir neðan birtum við þær leiðréttingar á villum sem kunna að finnast í Unu prjónabók sem kom út í nóvember 2020.

Vinsamlegast sendið póst á stroff@stroff.is ef þið verðið vör við villur sem ekki er búið að birta hér. 

ÆVI fullorðins, bls 141-143

 • Kafli um berustykki bls 141 – 142: Það vantar umferðir 16-32 í fyrra prenti bókar, hér eru þær umferðir:

16.-20. umferð: Prjónið slétt.
21. umferð: Prjónið 1l, sláið bandinu upp á prjóninn, *prjónið 6l, sláið bandinu upp á prjóninn*. Endurtakið *-* út umferð. Endið á því að prjóna 5l. Nú er búið að auka út um 20, 20, 20, 20, 23, 23, 23 lykkjur til viðbótar. Endið með 140, 140, 140, 140, 161, 161, 161 lykkjur á prjóninum.
22.-26. umferð: Prjónið slétt. 27. umferð: Prjónið 5l, sláið bandinu upp á prjóninn, *prjónið 7l, sláið bandinu upp á prjóninn*. Endurtakið *-* út umferð. Endið á að prjóna 2l. Nú er búið að auka út um 20, 20, 20, 20, 23, 23, 23 lykkjur til viðbótar. Endið með 160, 160, 160, 160, 184, 184, 184 lykkjur á prjóninum.
28.-32. umferð: Prjónið slétt

ÆVI hneppt peysa, bls 145-147

 • Ummál á ermum í stærð XL er 48 cm.

ÆVI krakkapeysa, bls 137-139

 • Kafli um berustykki bls 137-138:
  • Fyrsta málsgrein: Aukið út um 11, 10, 11, 11, 9 lykkjur í fyrstu umferð. Endið með 68, 71, 74, 74, 74 lykkjur á prjóninum.
  • Umferð 3: Endið með 85, 89, 93. 93, 93 lykkjur á prjóninum.
  • Umferð 9: Endið með 104, 109, 114, 114, 114 lykkjur á prjóninum.
  • Umferð 15: Endið með 121, 127, 133, 133, 133 lykkjur á prjóninum.
  • Umferð 21: Endið með 138, 145, 152, 152, 152 lykkjur á prjóninum.
  • Umferð 27: Endið með 155, 163, 171, 171, 171 lykkjur á prjóninum.
  • Umferð 33: Endið með 172, 181, 190, 190, 190 lykkjur á prjóninum.
  • Umferð 39: Endið með 189, 199, 209, 209, 209 lykkjur á prjóninum.
  • Umferð 45: Endið með 206, 217, 228, 228, 228 lykkjur á prjóninum.
  • Umferð 51: Endið með 247, 247 lykkjur á prjóninum.
  • Umferð 57: Endið með 266 lykkjur á prjóninum.
 • Kafli um bol bls 138:
  • Skref 5: Prjónið 64, 65, 68, 73, 78 lykkjur (bakstykki).
  • Nú eiga að vera 143, 146, 153, 164, 175 lykkjur á prjóninum.
  • í fyrstu umferð þarf að auka út um 1 lykkju í stærðum 4-6 ára og 8-10 ára.

UNA samfella, bls 15-21

 • Kafli um bakstykki bls 18, síðasta málsgrein - hnappagöt á klofstykkið:
  • Prjóna 1, 1, 1, 2, 2 lykkjur, slá bandinu upp á prjóninn, prjóna 2 lykkjur saman slétt, prjóna 3 lykkjur, slá bandinu upp á prjóninn, prjóna 2 lykkjur saman slétt, prjóna 1, 1, 1, 2, 2
 • Kafli um pífu bls 20:
  • Með því að prjóna í efri og neðri boga á brugnu umferðinni ertu að auka út í annarri hvorri lykkju. Það þýðir að þú átti ekki að prjóna í bæði efri og neðri boga OG auka út heldur aðeins það fyrrnefnda. Lykkjurnar eiga að tvöfaldast en ekki fjórfaldast (sjá t.d. kjól bls 30 og krakkapeysu bls 43).

UNA krakkapeysa, bls 41-43

 • Kafli um ermar bls 43, fyrsta málsgrein: Nú þarf að færa lykkjurnar, sem þið settuð á hjálparband, yfir á sokkaprjóna nr. 5.

UNA hundapeysa, bls 71-73

 • Kafli um aðferð bls 71, önnur málsgrein: Fitja upp á hringprjón nr. 4,5.

ILMUR peysa, bls 117-122

 • Hnappagöt: Prjónið 4 fyrstu lykkjurnar í umferð á réttunni, sláið bandinu upp á prjóninn og prjónið 2 lykkjur saman slétt. Endurtakið hnappagötin með sirka 26-30 umferða millibili fer eftir stærð og lengd á peysu).
 • Bls. 117: Umferð 3 - útaukning (á bara við stærðir XS og S)
  Umferðin er rétt svona: 
  Umferð 3 - útaukning: Stærðir XS og S: Prjónið 10 KL. Prjónið 3l sl, aukið út um 1l, prjónið 7 lykkjur slétt. Aukið út um 1l, prjónið 6l sl. Endurtakið frá * til * alls 10 sinnum. Aukið út um 1l, prjónið 7l sl. Endurtakið frá * til * alls 2 sinnum. Aukið út um 1l, prjónið 3l sl. Prjónið 10 KL. Nú hefurðu aukið út um 14l og nú eiga að vera 101 l á prjóninum.

Sparisokkar, bls 80

 • Úrtaka, prjónn 3 á að vera svona: "Takið 2 lykkjur óprjónaðar yfir á hægri prjón (ein í einu), prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónið þær saman slétt." 

Ævi heilgalli, bls 154

 • Umferð 33, kaflinn um NB á að vera svona:
  “NB: Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 7 lykkjur jafnt og þétt yfir umferðina svona: Prjónið kantlykkjur. Prjónið 11 lykkjur slétt, *aukið út um 1 lykkju, prjónið 24 lykkjur slétt*. Endurtakið frá * til * alls 2 sinnum. *Aukið út um 1 lykkju, prjónið 23 lykkjur slétt*. Endurtakið frá * til * alls 2 sinnum. *Aukið út um 1 lykkju, prjónið 24 lykkjur slétt*. Endurtakið frá * til * alls 2 sinnum. Aukið út um 1 l, prjónið 12 lykkjur slétt. Prjónið kantlykkjur. Nú eiga að vera 188 lykkjur á prjóninum. Prjónið brugðið til baka. Byrjið á kafla um bol.“

Retró kombó, hosur – bls 127

 • Kafli um upptöku lykkna á hliðum hælstalls.
  Allra síðasta málsgrein, of margar stærðir gefnar upp í cm fjölda.
  Rétt upptalning er svona: “Prjónið nú þar til sokkur, frá efsta hluta hælstalls mælist 5, 6, 7, 8, 9, 10

Við hjá Stroff hörmum það ef villur í bókinni hafa valdið einhverjum óþarfa armæðu. 
Ekkert útgefið rit er algjörlega án villna, og eru prjónabækur þar engin undantekning. 
Við höfum gert okkar besta við að aðstoða þá sem hafa bent okkur á villur, og munum halda áfram að gera það.