Una prjónabók - forsala
Una prjónabók - forsala
  • Load image into Gallery viewer, Una prjónabók - forsala
  • Load image into Gallery viewer, Una prjónabók - forsala

Una prjónabók - forsala

Salka Sól & Sjöfn
Listaverð
4.990 kr
Tilboðsverð
4.990 kr
Listaverð
5.990 kr
Uppselt
Unit price
per 

Tryggðu þér eintak af Unu prjónabók á sérstöku forsöluverði - aðeins 4.990 kr.

Áætlaður útgáfudagur er 5. nóvember 2020, og verður almennt verð á bókinni, frá og með útgáfu, 5.990 kr.
Allar forsölupantanir verða afgreiddar um leið og bókin berst okkur úr prentun.
Sérstök tilkynning mun berast sem tiltekur að búið sé að afgreiða pöntunina. 

UNA prjónabók inniheldur 27 prjónauppskriftir. 
Þar af eru 13 vinsælar úr UNU og ÆVI línunum í bland við 14 glænýjar uppskriftir. 
Á myndinni af baksíðu bókarinnar má glöggva sig betur á uppskriftunum sem hún inniheldur. 

Yfirskrift bókarinnar er Hlýtt og mjúkt fyrir börn, fullorðna og hunda, og eru prjónauppskriftirnar á mannamáli fyrir bæði byrjendur og reynslubolta. 

Bókin er 161 blaðsíða, í áberandi fallegu umbroti og mun sóma sér vel á kaffiborðum allra landsmanna.

Höfundar bókar eru Salka Sól og Sjöfn.
Útgefandi er Sögur útgáfa.
Ljósmyndir tók Eygló Gísladóttir.
Útlit og uppsetningu bókarinnar hannaði Þórhildur L. Sigurðardóttir. 

UNA PRJÓNABÓK er samstarfsverkefni vinkvennanna Sjafnar, eig­anda verslunarinnar og vefsíðunnar Stroff.is, og Sölku Sólar, söngfugls og gleðigjafa. Sjöfn hefur prjónað allt sitt líf og hannað uppskriftir árum saman en Salka tók fyrst upp prjónana fyrir um ári síðan. Þrátt fyrir þennan reynslumun hefur samvinnan gengið vel frá fyrsta degi og það sem átti upprunalega aðeins að verða ein flík, varð að heilli línu – sem varð svo að þessari bók.

Hér er að finna uppskriftir að tveimur heilum prjónalínum, UNU og ÆVI, ásamt fjölda einstakra spjara. Rík áhersla er lögð á að uppskriftirnar séu á mannamáli, þ.e. auðlesnar þeim sem vita lítið sem ekkert um prjónaskap. Bókin er því einkar hentug fyrir grænjaxla í geiranum en reynsluboltar og handóðir prjónarar verða ekki sviknir, ónei!

Það er ósk höfunda að sem flestir hafi gaman af UNU PRJÓNABÓK en stóra markmiðið er að vekja áhuga þeirra sem eru í sömu sporum og Salka fyrir ári síðan; þeirra sem eru ögn ringlaðir og langar að prófa sig áfram en skortir hugmyndir og skýrar og góðar leiðbeiningar.