Hnökur

Hnökur

Öll textílefni hnökra að einhverju marki en styrkur þráðanna ræður því hvort hnökrið dettur af eða festist við flíkina. Hnökur verður til við núning og þá festast stuttu þræðirnir, sem standa út úr garninu, hver við annan. Við þetta myndast hnökur.

Hnökur fer mikið eftir tegund efna. Akríl, bómull og ull eru efni sem líklegri eru til að hnökra en t.d. pólýester, hör og silki. Akríl hnökrar t.d. þannig að það myndast litlar kúlur sem vilja festa sig við flíkina en hrein ull losar sig sjálf við hnökur. Oftast hverfur hnökurinn á hreinum ullarflíkum strax við notkun eða eftir fyrsta þvott.

Ull með fíngerðum þráðum er líklegri til að hnökra en ull með grófum þráðum. Ástæðan er sú að lengri hár standa síður út úr garninu en styttri hár. Þess vegna hnökra merínóull og kasmírull meira en venjuleg lambsull. Fíngerð ull er vinsæl og eftirsótt því hún er svo mjúk og stingur ekki en meiri líkur er á að hún ýfist eða hnökri.

Einnig hefur samsetning garns áhrif. Þá getur sterkari þráðurinn nuddað veikari þráðinn sem verður til þess að veikari þráðurinn hnökrar (dæmi um þetta er t.d. blanda af akríl og ull).

Hnökur verður til við núning og ræðst það af tegund efnis og hvernig það er meðhöndlað hvort og hvenær það gerist. Því meiri núningur, því meiri líkur á að flíkin hnökri.

Garnframleiðendur reyna oft allt sem þeir geta til að lágmarka það að garn hnökri. Þar má nefna merínóull af ítölskum uppruna. Þá er það spuninn á garninu sem hefur slétta áferð og takmarkar líkurnar á að garnið hnökri.
Þetta á meðal annars við um merínóullina frá Lana Gatto sem fæst í verslun STROFF og hér á www.stroff.is. 

Hnökra er auðvelt að fjarlægja. 
T.d. með hnökravél (sjá hér) eða hnökrakambi (sjá hér).