Prjónfesta

Prjónfesta

Prjónfesta skiptir miklu máli þegar kemur að því að velja hvaða stærð þú ætlar að gera.
Ég, sem hönnuður, prjóna mjög þétt og er mín prjónfesta yfirleitt ekki sú sama og er gefin upp á garninu sem ég er að prjóna úr. Þetta á örugglega við um fleiri, þess vegna legg ég mikla áherslu á að mæla ykkar prjónfestu áður en þið byrjið.  Ef ég gef upp t.d. að peysa fyrir 1-2 ára sé 55 sm í yfirvídd þá er það lykkjufjöldi samkv. prjónfestunni á því garni sem gefið er upp í uppskrift sem gildir.  

Hér er linkur inn á prjónabúðina Storkinn. Þetta er góð grein um mikilvægi prjónfestu: http://nytt.storkurinn.is/prufa/prjon-hekl/prjontaekni-adferdir/prjonfesta/

Hér er svo vídjó frá Garnstudio sem sýnir hvernig á að gera prjónfestuprufu: https://www.garnstudio.com/video.php?id=108&lang=is

Byrjaðu alltaf á að gera prjónfestuprufu

Ef prjónfesta í uppskrift er sú að 16 lykkjur á prjóna nr. 6 gera 10 sm. Þá gera:

32 lykkjur 20 sm
48 lykkjur 30 sm
64 lykkjur 40 sm
80 lykkjur 50 sm
96 lykkjur 60 sm
112 lykkjur 70 sm
128 lykkjur 80 sm
144 lykkjur 90 sm
160 lykkjur 100 sm

Það segir mér að til að ummál á td. búk verði 100 sm þá þarf ég að enda með um 160 lykkjur í búk. Ef ég vil að ermarnar verði t.d. 25 sm í ummál þá þurfa ermalykkjurnar að vera ca 40.

Hvað gera 16 lykkjur marga sm hjá þér? Ef það gera 10 sm þá ertu með sömu prjónfestu og í uppskrift. Ef það gera færri sm þá prjónarðu fastar en uppskrift segir til um og þarft þá að hafa fleiri lykkjur til að fá rétta stærð. Ef það gera fleiri sm þá prjónarðu lausar en uppskrift segir til um og þarft þá að hafa færri lykkjur til að fá rétta stærð. Einnig er hægt að flytja sig um prjónastærð – fara þá í stærri prjóna ef þú prjónar fastar eða minni prjóna ef þú prjónar lausar.