Afhending á vörum

Uppskriftir eru alltaf afhentar rafrænt, upplýsingar um það má nálgast hér. 

Fyrir aðrar lagervörur gildir eftirfarandi:

Þitt er valið, þú getur fengið vörurnar sendar eða sótt þær í verslun okkar Skipholti 25, 105 Reykjavík, á opnunartíma verslunarinnar.
Alla jafna er hún opin frá kl. 11-17 á virkum dögum, og 11-15 á laugardögum. 

1. Sendingar

Pósturinn pakki í Póstbox - 890 kr
Ef þú hefur ekki kynnt þér Póstboxin hjá Póstinum þá geturðu gert það með því að smella hér. 

Pósturinn pakki á pósthús - 990 kr
Við sendum pakkann á þitt pósthús og þú nálgast hann þar. 

Pósturinn - pakki heim - 1.200 kr
Við sendum pakkann heim að dyrum um allt land, með þeim eina fyrirvara að pósturinn komi almennt heim að dyrum hjá þér. Notast er við Landpóst þegar það er eini valkosturinn.   

Fríar sendingar
Ef þú verslar fyrir meira en 10.000 kr bjóðum við þér fría sendingu á þitt pósthús eða pakka heim með Póstinum.

Þessir fríu sendingarvalkostir birtast sjálfkrafa á síðunni þegar karfan þín hefur náð þessum upphæðum. 

2. Sækja
Veljir þú að sækja pöntun frekar en að fá hana senda mátt þú mæta hvenær sem er á opnunartíma verslunar okkar í Skipholti 25, 105 Reykjavík. 

Viðmið um afhendingu sóttra pantana: Pantanir verða afgreiddar eins hratt og við getum. Mættu bara þegar þú ert búin að panta, á opnunartíma verslunar.