Afhending á vörum

Uppskriftir eru alltaf afhentar rafrænt, upplýsingar um það má nálgast hér. 

Fyrir aðrar lagervörur gildir eftirfarandi:

Þitt er valið, þú getur fengið vörurnar sendar eða sótt þær í vöruhús okkar.

1. Sending
 - Express heimsending á höfuðborgarsvæðinu.
Verð = 990 kr. 
Berist pöntun fyrir kl 13 verður pöntunin keyrð heim til þín milli kl 17 og 22 samdægurs. Pantanir sem berast eftir kl 13 verða keyrðar út næsta virka dag, milli kl 17 og 22. 

- Flytjandi sér um landsbyggðina.
Verð = 990 kr. 

Flytjandi dreifir pökkunum um landsbyggðina. Viðskiptavinir geta því sótt sinn pakka á sína Flytjandastöð 1-2 virkum dögum eftir pöntun, að jafnaði virkum degi eftir að pöntunin er afgreidd og send af stað. SMS er sent til staðfestingar þegar sækja má pakkann. 

Smelltu hér til að finna þína Flytjandastöð. 

Fyrir pantanir að andvirði 12.000 kr eða hærra er hægt að velja fría sendingu með Flytjanda. 

Pósturinn - pakki heim (eingöngu fyrir landsbyggðina) 
Verð = 1.490 kr.
Pakki póstlagður með Póstinum með dreifingarleiðinni "Pakki heim". Afgreiðsla getur tekið 3-5 virka daga. 

2. Sækja
 - Vöruhús okkar er staðsett í Vatnagörðum 22, 104 Reykjavík. Pantanir eru afhentar og afgreiddar frá kl 12-17 alla virka daga. 
   Smelltu hér til að sjá staðsetningu á korti hjá JÁ.