Bloggið

Ísafold, Röskva og Sóley

Ísafold, Röskva og Sóley eru nú allar komnar í nýja búninginn. Allir sem hafa keypt þessar uppskriftir í netversluninni eiga að hafa fengið tölvupó...

Pósturinn - pakki heim á landsbyggðinni

Fyrr í sumar gerðum við þá breytingu á dreifingarleiðum að öll dreifing fór fram í gegnum Flytjanda. Á höfuðborgarsvæðinu eru pantanir keyrðar heim...

Breytingar

Við viljum vekja sérstaka athygli á breytingum á opnunartíma vöruhúss okkar Vatnagörðum 22, og breytingum sem eru að verða á sendingarleiðum. 


UM okkur

STROFF

Sjöfn Kristjánsdóttir er hönnuður og hugmyndasmiður Petit Knitting. Unnusti hennar, Grétar Karl Arason, sinnir öllu öðru en prjónaskapnum - þó það sé á stefnuskránni að hann byrji að prjóna líka.

Hugmyndin að Petit Knitting fæddist í fæðingarorlofi með son þeirra, Ara Sjafnar Grétarsson, í mars 2017. Sjöfn hafði afkastað gríðarlega í prjónaskap, bæði á meðgöngunni og eftir fæðingu. Flíkurnar hlutu mikla athygli, en þær hannaði hún allar sjálf. Því var fleygt fram á léttu nótunum hvort ekki væri hægt að gera eitthvað úr þessum prjónaskap, og eftir það var ekki aftur snúið. 
Netverslunin www.petitknitting.is fór í loftið þann 15. mars 2017, og á fyrsta árinu eftir opnun fóru 60 nýjar uppskriftir í sölu. 

Vorið 2019 breyttum við nafninu á vörumerkinu okkar í STROFF. Það gerðum við af nokkrum ástæðum, m.a. til að hafa einfalt, fallegt og stutt íslenskt nafn. Ekki síður til að aðgreina okkur frá danskri vinkonu okkar. Einnig eru mörg önnur verkefni á döfinni og STROFF hentar okkur betur fyrir alla markaðsvinnu og frekari þróun á fyrirtækinu okkar.

STROFF rekur einnig danska netverslun, www.stroff-knitting.com, þar sem við seljum uppskriftirnar okkar á dönsku.

Endilega fylgið okkur á Facebook og Instagram, þar erum við mjög virk í að deila fallegum myndum af prjónavörum. Einnig erum við virk í prjónasamfélaginu Prjónatips á Facebook.

Í samstarfi við KORTA tökum við á öruggan hátt við debet- og kreditkortum