Breyttir sendingarmöguleikar – aukið samstarf við Póstinn

Breyttir sendingarmöguleikar hafa þegar tekið gildi.

Engin breyting hefur orðið á sóttum pöntunum, eftirfarandi á aðeins við um sendar pantanir.

Við höfum ákveðið að auka samstarfið við Póstinn á ný, eftir að hafa fylgst vel með því síðustu misseri hvernig Pósturinn hefur bætt þær brotalamir sem okkur þóttu vera á þjónustunni.
Pósturinn lofar enn frekari úrbótum á árinu, t.d. verður Póstboxum fjölgað verulega og þau sett upp í fyrsta sinn á landsbyggðinni.

Einnig erum við að sjá að heimsendingar á landsbyggðinni eru gjarnan að skila sér heim að dyrum á 1-2 virkum dögum, sem er frábært.

Svona verður verðskráin á sendingum, vekjum sérstaka athygli á lækkuðu verði á póstsendingu heim að dyrum með Póstinum.

Pósturinn pakki í Póstbox - 790 kr
Ef þú hefur ekki kynnt þér Póstboxin hjá Póstinum þá geturðu gert það með því að smella hér. 
Athugið að vegna sendinga innanlands þarf ekki að skrá sig sérstaklega fyrir Póstboxi hjá Póstinum.
Þú skráir einfaldlega heimilisfang þess Póstbox sem þú vilt sækja pakkann í, og auðkennir það sérstaklega með farsímanúmerinu þínu.

Dæmi:
Jón Jónsson
Póstbox xxxxxxx (þitt farsímanúmer í stað x)
Kaplakrika
220 Hafnarfjörður

Þú færð tilkynningu í símann þegar pakkinn er kominn (sms / tölvupóst). Þá ferðu í póstboxið, skannar inn QR-kóðann eða stimplar inn GSM-númerið þitt og PIN-númerið sem þú fékkst. Póstboxið opnast og pakkinn er kominn í þínar hendur.

Pakkann getur þú nálgast allan sólarhringinn.

Staðsetningar Póstboxa geturðu skoðað með því að smella hér. 

Heimsending á höfuðborgarsvæðinu - 990 kr
Berist pöntun fyrir kl 12 á virkum dögum verður pöntunin keyrð heim til þín milli kl 17 og 22 samdægurs. Pantanir sem berast eftir kl 12 verða keyrðar út næsta virka dag, milli kl 17 og 22. 
Ekki er keyrt í póstnúmer 116 og 190. 
Ef að verkefnaálag leyfir verða pantanir sem berast eftir klukkan 12 einnig keyrðar út samdægurs. 

Pósturinn pakki á pósthús - 990 kr
Við sendum pakkann á þitt pósthús og þú nálgast hann þar. 

Pósturinn - pakki heim - 1.290 kr
Við sendum pakkann heim að dyrum um allt land, með þeim eina fyrirvara að pósturinn komi almennt heim að dyrum hjá þér. Notast er við Landpóst þegar það er eini valkosturinn.  

Fríar sendingar
Ef þú verslar fyrir meira en 10.000 kr bjóðum við þér fría sendingu á þitt pósthús.

Ef þú verslar fyrir meira en 15.000 kr bjóðum við þér fría sendingu heim að dyrum með Póstinum.

Þessir fríu sendingarmöguleikar birtast sjálfkrafa á síðunni þegar karfan þín hefur náð þessum upphæðum. 

Við höfum mikla trú á þessum breytingum, og trúum því að þær auki og bæti þjónustuna okkar. 

Ef þið hafið einhverjar sérstakar óskir eða athugasemdir, ekki hika við að hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið stroff@stroff.is