Gleðilegt nýtt ár!

Kæru vinir, gleðilegt nýtt ár og takk fyrir ánægjuleg og gefandi samskipti á árinu sem er liðið. Við lítum til baka stolt og þakklát, og hlökkum til að kynna ykkur fyrir öllu því nýja sem er á prjónunum.

 Við hefjum nýja árið með krafti og bjóðum 30% afslátt af öllum uppskriftum og allt að 15% afslátt af öllu garni til og með 13. janúar. 

Það er ekki úr vegi að kíkja aðeins á vinsælustu uppskriftir ársins 2018, þær birtast hér fyrir neðan í réttri röð. 

1. Kári oversized peysa
Langvinsælasta uppskriftin árið 2018. Kári er á allra vörum, og ef eitthvað er að marka fyrstu daga ársins 2019 verður ekkert lát á vinsældunum í bráð. 

2. Snær sokkar & Sindri vettlingar
Dásamlega klæðilegt sett, sokkarnir eru með "ömmuhæl" og stærðir ná upp í 37.
Vettlingarnir haldast vel á litlum höndum, og stærðir í uppskriftinni ná upp í 10 ára. Stílhreint, fallegt og klæðilegt - ekki að ástæðulausu sem þetta var önnur vinsælasta uppskrift ársins 2018.

Sjafnar buxur

3. Sjafnar buxur
 
Þriðja vinsælasta uppskrift ársins 2018, enda stílhreinar og fallegar og uppskriftin skýr og góð. Buxurnar eru fullkomnar á leikskólann t.d. undir kuldagallann eða pollabuxurnar. Líka hentugar sem partur af heimferðarsetti, enda gefur uppskriftin stærðir frá "newborn" til 4 ára. 

Silfá húfa

4. Silfá húfa

Frábært snið á fallegri húfu, situr svo vel á litlu kollunum og hylur og skýlir eyrum fullkomlega. Uppskriftin gefur stærðir frá "newborn" til 4 ára, og húfan hentar því einstaklega vel sem partur af heimferðarsetti. 

Urður peysa

5. Urður dömupeysa

Fyrsta og, enn sem komið er, eina fullorðins uppskrift Petit Knitting. Ekki örvænta, það eru fleiri frábærar fullorðins uppskriftir á leiðinni. Urður er í fimmta sæti yfir vinsælustu uppskriftir ársins 2018 þrátt fyrir að hafa verið gefin út 2. október - þið getið rétt ímyndað ykkur hvar hún væri á listanum hefði hún fæðst fyrr á árinu. 

Röskva peysa

6 . Röskva peysa

Guðdómleg peysa, ein sú allra klæðilegasta. Uppskriftin gefur stærðir frá 1-10 ára, og fullorðinsútgáfan kemur fyrr en síðar. 

Árið 2018 var algjörlega frábært fyrir íslenska prjónamenningu, og við erum stolt af okkar framlagi. Við erum líka einstaklega þakklát fyrir þann dásamlega hóp viðskiptavina sem fylgir okkur, og erum full eftirvæntingar fyrir öllu því sem við munum bralla saman.