Hekla & Katla hafa fengið uppfærslu

Við erum alltaf að læra.
Síðan við byrjuðum að gefa út uppskriftir hafa aðferðirnar okkar við gerð og framsetningu uppskrifta þróast mikið. Það birtist fyrst í nýjustu uppskriftunum okkar, en við reynum svo að nýta einnig tíma í að fara yfir eldri uppskriftir og breyta þeim og bæta í takt við þróunina. 

Nú vorum við að klára að uppfæra Heklu & Kötlu, og þar með Brugðið heimferðarsett - Katla er í því.
Uppfærslan felst aðallega í breyttum útreikningum á stærðum sem og ítarlegri útskýringum þar sem það var hægt. 

Sem fyrr fögnum við öllum ábendingum. Þeim er best að koma til okkar með skilaboðum á Facebook síðunni okkar, eða tölvupósti á pk@petitknitting.is