Ísafold, Röskva og Sóley

Ísafold, Röskva og Sóley eru nú allar komnar í nýja búninginn.

Allir sem hafa keypt þessar uppskriftir í netversluninni eiga að hafa fengið tölvupóst með hlekk á nýja skjalið. 

Ísafold og Röskva þörfnuðust ekki efnislegra lagfæringa, en við nýttum tækifærið og snurfusuðum Sóleyju aðeins til. T.d. gengur mynstrið í ermum nú upp í öllum stærðum. 

Þessar uppskriftir eru allar á meðal okkar vinsælustu uppskrifta, og verður virkilega gaman að fylgjast með þeim tvíeflast í nýjum umbúðum. 

Þessar uppskriftir eru allar á 30% afslætti þessa vikuna, til og með 8. september.