Karítas dömupeysa - mögulegar litablöndur

Nýlega gáfum við út peysuuppskriftina Karítas dömupeysa. Viðbrögðin voru
rosaleg, og kláruðust litirnir eins og eru á myndinni nánast alveg um hæl þrátt
fyrir góða lagerstöðu þegar uppskriftin var gefin út. 
Það eiga ekki allir jafn auðvelt með að sjá fyrir sér mismunandi liti saman í
tvíbandaprjóni og því erum við búin að mynda fullt af valkostum saman og
birtum hér fyrir neðan. 
Maxi Soft + mohair
Nuovo Irlanda + mohair
Þetta er ekki tæmandi listi, heldur er hægt að finna og para saman enn fleiri liti bæði á www.stroff.is og í Skipholti 25.