Kaupauki með öllum vörukaupum til og með 6. júní

Jæja, nú er júnímánuður loksins að hefjast með tilheyrandi rigningatíð og kunnuglegri íslenskri sumarstemningu. 

Alla þessa viku verður tvennt í gangi hjá okkur.

- Í fyrsta lagi verður 25% afsláttur af öllum prjónauppskriftum og bókum alla vikuna, bæði í versluninni og á www.stroff.is 

- Í öðru lagi verður sérstakur kaupauki fyrir alla sem versla vörur hjá okkur (gildir ekki um uppskriftir).

 Kaupaukinn er veglegur, þykkur og stór verkefnapoki að eigin vali að andvirði 2.490 kr. Við erum með 2 gerðir sem sjást á myndunum hér fyrir neðan.
Hægt er að skoða þá betur með því að smella á myndirnar. 

Verkefnapoki Stroff Verkefnapoki Stroff

Og nei, það kemur ekki til greina að skilja landsbyggðina útundan.

Kaupaukinn verður líka í boði með netpöntunum. Settu hvaða vörur sem er (gildir ekki með uppskriftum) í körfuna á www.stroff.is, bættu svo öðrum hvorum verkefnapokanum með í körfuna áður en þú gengur frá greiðslu.  

Sjá mynd hér fyrir neðan, afslátturinn kemur sjálfkrafa ef aðrar vörur eru með í körfunni. 

 

Afslátturinn og kaupaukinn sem hér er auglýstur gildir vikuna 31.5.2021 til og með 6. júní 2021.