Lagerinn lokaður 26. apríl - opnar á nýjum stað 29. apríl

STROFF útvistar lagerþjónustu til fyrirtækisins Gorilla House. Þar geymum við allan lagerinn okkar, og starfsfólk Gorilla House sér um að taka til pantanirnar og annað hvort afhenda á staðnum eða póstsenda. Samstarfið við Gorilla House hefur gengið vel frá upphafi, en umsvifin hjá þeim, eins og okkur, hafa aukist svo mjög að nú þarf að flytja í stærra og betra húsnæði.

Dagana 25. og 26. apríl verður lagerinn lokaður á Suðurlandsbrautinni vegna flutninganna. 

Frá og með 29. apríl verður lagerinn staðsettur í Vatnagörðum 22, 104 Reykjavík. 
Húsnæðið er mun hentugra að öllu leyti, aðgengi er mjög gott og nóg er af bílastæðum. Við erum mjög spennt fyrir þessum tímamótum, og höfum fulla trú á vinum okkar hjá Gorilla House. 

Það eru fleiri skemmtilegar breytingar í farvatninu varðandi lagerinn okkar sem verður gaman að kynna fyrir ykkur þegar nær dregur. 

Smelltu hér til að sjá nýju staðsetninguna á kortavef JÁ.