Námskeið - Prjónum saman Kára
Það voru stoltar og glaðar konur sem kláruðu á dögunum fyrsta Kára námskeiðið.
Um er að ræða 5 vikna námskeið þar sem hópurinn hittist einu sinni í viku og prjónar saman sína fyrstu peysu undir dyggri handleiðslu Sjafnar og Andreu.
Allir þátttakendur klára sína peysu, á námskeiðinu og með heimavinnu.
Það var alveg einstaklega skemmtilegt stemmning á námskeiðinu, og stefnir hópurinn á að halda áfram að hittast og prjóna þó að námskeiðinu sé lokið. Þær þekktust ekki áður en námskeiðið hófst.
Næsta námskeið hefst mánudaginn 21. október, og er skráning í fullum gangi.
Smelltu hér til að lesa nánar um námskeiðið og skrá þig.
Þú getur fengið 3.500 kr afslátt af námskeiðsgjaldinu með því að nota afsláttarkóðann: KÁRI
Við fáum ekkert nema frábærar umsagnir um námskeiðin okkar.
Hér eru nokkrar.
- "Þetta var fullkomið"
-"Aðstaðan var virkilega góð og kósý!"
- "Frábært andrúmsloft og frábærir kennarar."
- "Frábært og virkilega skemmtilegt námskeið hjá ykkur. Kunni ekkert að prjóna áður en ég mætti en kann núna helstu tökin og með fullt af öðrum fróðleik í bónus. Hlakka til að mæta á komandi námskeið."
- "Þetta var frábært hjá ykkur, virkilega góðir kennarar og með mjög þægilega nærveru. Maður var ekkert hræddur að spyrja :)"
- "Virkilega gagnlegt námskeið. Þarna fékk ég fræðslu sem ég hef virkilega mikið þurft á að halda og þolinmæði kennara mikil. Mjög notaleg stemning og kennurum tókst að kveikja áhuga minn aftur á prjónamennsku."
- "Virkilega skemmtilegt og gott námskeið. Yndislegar stelpur sem kenna og ótrúlega notaleg stemning. Kennarar gefa sér góðan tíma með hverjum og einum."