Ný uppskrift - MUGISON buxur
Nýjasta uppskriftin úr smiðju okkar hefur litið dagsins ljós.
Brakandi fersk úr prufuprjóni hjá 6 dásamlegum konum, kærar þakkir til Dóru, Vordísar, Halldóru, Heiðu, Önnu og Þórunnar fyrir prufuprjónið og myndirnar sem eru í þessari færslu.
Þessar gulu eru prjónaðar úr Katia Merino 100% lit 13 - orange, og þessar bláu úr lit 34 - green blue.
Buxurnar eru prjónaðar ofan frá og niður og í hring.
Uppskriftin er í eftirfarandi stærðum:
- 0-3 mánaða: 100gr
- 3-6 mánaða: 150gr
- 6-12 mánaða: 200gr
- 1-2 ára: 200 gr
- 2-4 ára: 250 gr
- 4-6 ára: 250 gr
Uppskriftin verður á tilboði næstu daga, svo endilega grípið tækifærið.