Nýtt í póstsendingum
Eftir nýlega uppfærslu á kerfum hjá Póstinum gátum við innleitt nýjung í afhendingu á pöntunum.
Núna birtir stroff.is þá afhendingarmáta sem eru í boði hjá Póstinum miðað við póstnúmerið og heimilisfangið sem þú slærð inn.
Sem fyrr er hægt að velja að sækja í Skipholtið, fá keyrt heim á höfuðborgarsvæðinu eða póstsendingu um allt land. Nú birtir stroff.is þau Póstbox sem eru nálægt heimilisfanginu.
Sé pöntun að andvirði 10.000 kr eða meira verða sendingarvalmöguleikarnir fríir.