Nýtt nafn, ný uppskrift, nýtt garn!

Undanfarna mánuði höfum við verið að vinna í miklum breytingum og getum nú sýnt ykkur það fyrsta sem breytist. Vörumerkið okkar heitir STROFF héðan í frá. Við segjum ekki alveg skilið við "Petit Knitting", enda þykir okkur of vænt um það, og gefum því nýtt hlutverk.

Samhliða nýju nafni höfum við endurhannað útlit og uppsetningu uppskriftanna alveg frá grunni með hjálp Guðrúnar Le Sage De-Fontenay, vinkonu okkar og grafísks hönnuðar.

Við vorum að birta nýja uppskrift í netverslun okkar, www.stroff.is 
"Einfaldleikinn - fullorðins húfa STROFF" og er hún alveg með nýja útlitinu. Húfan verður á frábæru tilboði næstu daga, svo endilega nýtið tækifærið.

Á næstu dögum og vikum munu eldri uppskriftir fara í nýjan búning, og munu allir sem hafa keypt þær fá uppfærslu.

Við vonum innilega að þið kunnið að meta þessa breytingar, og tökum við öllum ábendingum (bæði hrósum og gagnrýni) á netfangið stroff@stroff.is eða með skilaboðum á Facebook síðu okkar. 

Nýtt garn!

Við vorum líka að taka inn nýtt garn, Katia Love Wool. Er einhver spenntur að sjá hvað við erum að hanna úr því?

Þetta er 85% hrein ull + 15% alpaca, gefið upp á prjónastærð 12-15. 
100 gramma dokka gefur 50 metra, og uppgefin prjónfesta framleiðanda er 7 lykkjur á prjóna nr. 12 = 10 cm.

Það verður 10% afsláttur af öllu garni til og með 31. mars.