Óður til prufuprjónaranna okkar

Það er svo margt sem gleður okkur. 
Eitt af fjölmörgu eru dásamlegu prufuprjónararnir okkar. 
Við erum svo lánsöm að hafa tugi kvenna á bakvið okkur sem prufuprjóna hverja einustu uppskrift sem við setjum saman áður en við gefum þær út. 
Þetta hjálpar okkur að gera uppskriftirnar eins góðar og villulausar og unnt er. 

Einhvern veginn atvikaðist það svo að allir prufuprjónararnir okkar eru ungar konur. Það í sjálfu sér er algjörlega frábært og endurspeglar einstaklega vel og fallega hvað prjónamenningin á Íslandi er sterk og alltaf vaxandi. 

Eðli málsins samkvæmt erum við í nær daglegum samskiptum við þessar snjöllu konur. Öll samskipti eru hressandi og skemmtileg, gagnrýnin jákvæð og uppbyggileg, og hrósin enn betri.

Eins og við þekkjum öll myndast og styrkjast alls konar tengsl og vináttusambönd í gegnum prjónaskapinn. Um helgina ætlum við að eyða sérstöku púðri í að viðurkenna og tengjast enn frekar okkar bestu prjónavinum. Öllum prufuprjónurunum okkar er boðið til veislu og við ætlum að gleðjast og skála saman. Skála fyrir vináttu, prjónum, gleði og hamingju. 

Það er eiginlega ekki annað hægt en að bjóða ykkur að gleðjast með okkur. 
Í heila viku verður 

  • 50% afsláttur af öllum uppskriftum
  • 15% afsláttur af Katia garni, öllum prjónum og öllum merkjum 

 

 PS.
Það eru alltaf einhverjir svekktir yfir því að hafa keypt uppskriftir korteri fyrir svona tilkynningu. Ekki láta það skemma gleðina, hafðu frekar samband við okkur og fáðu gjafabréf upp á afsláttinn sem þú fékkst ekki.