Pósturinn - pakki heim á landsbyggðinni
Fyrr í sumar gerðum við þá breytingu á dreifingarleiðum að öll dreifing fór fram í gegnum Flytjanda.
Á höfuðborgarsvæðinu eru pantanir keyrðar heim samdægurs eða næsta virka daga, eftir því hvort pöntun berst fyrir kl 13 eða ekki.
Á landsbyggðinni geta viðskiptavinir sótt sínar pantanir til Flytjanda í sínu byggðarlagi - hér má sjá alla afgreiðslustaði Flytjanda um landið.
Þetta fyrirkomulag hefur gengið mjög vel, og er afhending pantana mun sneggri eftir þessa breytingu.
Staðreyndin er hins vegar sú að við höfum heyrt frá ótal viðskiptavinum sem vildu gjarnan hafa valkostinn að fá pakkann alla leið heim með Póstinum. Þetta á við um þá viðskiptavini sem búa tugi eða jafnvel rúmlega hundrað kílómetra frá sinni Flytjandastöð.
Við erum búin að útfæra leið til að verða við óskum þessara viðskiptavina, og er nú hægt að velja "Pósturinn - pakki heim" sem sendingarmáta þegar pantað er.
Áfram verður hins vegar bæði mun fljótlegra og ódýrara að fá sent með Flytjanda.
Smelltu hér til að lesa nánar um alla afhendingar- og sendingarmöguleika.