Rýmingarsala
Smelltu hér til að fara beint í að skoða garn á 17-25% afslætti.
Frá því að við hófum sölu á garni höfum við látið þriðja aðila sjá um að geyma lagerinn og afgreiða pantanirnar fyrir okkur. Þetta hefur alla jafna gengið vel, en með ákveðnum vanköntum sem hafa angrað okkur mikið.
Verst hefur okkur þótt þegar viðskiptavinir okkar hafa fengið pantanirnar sínar rangt afgreiddar. Einnig hefur hingað til ekki verið hægt að koma og skoða eða redda hinu og þessu utan almenns opnunartíma.
Þetta stendur til bóta.
Frá og með næstu mánaðarmótum ætlum við að flytja lagerinn í okkar eigið húsnæði og sjá sjálf um tína til pantanirnar frá ykkur á garni og öðrum vörum.
Fyrirkomulagið verður kynnt nánar þegar nær dregur, en í stuttu máli verður enn hægt að sækja í Vatnagarða 22, fá "Express heimsendingu" á höfuðborgarsvæðinu eða sækja til Flytjanda á landsbyggðinni (auk póstsendingar heim á landsbyggðinni).
Við munum semsé halda lagerinn sjálf og afgreiða pantanirnar, en fara einu sinni á dag með tilbúnar pantanir til TVG sem munu sjá um að dreifa pöntununum.
Það eina sem breytist er að við munum semsé halda lagerinn sjálf og afgreiða pantanirnar.
Þetta gerir okkur kleift að bæta þjónustuna enn frekar. Það verður einnig hægt að kíkja til okkar í kaffi og sjá litina með eigin augum eða þukla á garninu og ganga frá kaupum.
Þetta verður samt ekki eiginleg verslun með auglýstum opnunartíma. En þetta verður mun persónulegra heldur en lokað vöruhús í Vatnagörðum.
Af þessum ástæðum, til þess að auðvelda flutninginn á lagernum undir lok mánaðar verður hálfgerð rýmingarsala þangað til.
Allt garn verður á afslætti, frá 17-25%.
Smelltu á myndina til að vinda þér beint í að skoða garn.