Sjálfvirkar tilkynningar þegar uppseld vara kemur aftur á lager

Við fáum alveg rosalega mikið af fyrirspurnum frá viðskiptavinum um hvenær uppseldar vörur koma aftur á lager. Þetta á alveg sérstaklega við um liti sem klárast og fólk vill gjarnan fá að vita þegar þeir koma aftur á lager svo hægt sé að kaupa. 

Við vorum að bæta við virkni á www.stroff.is þar sem hægt er að skrá sig fyrir sjálfvirkri tilkynningu um að vara sé komin aftur á lager. 
Þetta er mjög einfalt í notkun, og skýrir sig alveg sjálft.

Þegar þú hefur valið og ert að skoða vöru sem er uppseld þá er boðið upp á að skrá netfangið fyrir tilkynningu. 
Þegar við skráum vöruna aftur á lager kemur tilkynning, sjálfkrafa og um leið, með tölvupósti á netfangið sem þú skráðir. 

 

Við vonum að þessi nýja virkni komi vel út, og fögnum sem alltaf öllum ábendingum sem þið kunnið að hafa.