Stroff opnar verzlun!

Þann 7. ágúst opnuðum við verzlun í Skipholti 25, 105 Reykjavík. 

Við tókum þessa frábæru ákvörðun korteri áður en sumarfríið á leikskóla drengjanna okkar tveggja hófst. Allur undirbúningurinn fór því fram með hjálp þessara yndislegu drengja. 

 

Við sáum okkur hins vegar ekki fært að opna verzlunina fyrr en leikskólafríinu væri lokið og því var stefnan sett á opnun þann 7. ágúst. 

Allt að verða klárt og styttist í opnun. 

Fyrsti dagurinn gekk frábærlega, langt fram úr okkar björtustu vonum. Það var stanslaus straumur allan daginn, þó án þess að búðin væri troðin - enda allir að virða 2ja metra regluna.
Það var algjörlega frábært að hitta allt þetta glaða, jákvæða og skemmtilega fólk. Mikið erum við glöð með að vera búin að opna þessa fallegu verzlun, og þakklát fyrir ykkur kæra fólk sem sækið okkur heim. 

Nú er búðin opin, og er hægt að sjá nákvæman og uppfærðan opnunartíma með því að smella hér - en til að byrja með verður þetta virka daga frá 11-17 og á laugardögum frá 11-15. 

Verið hjartanlega velkomin til okkar í Skipholtið. Það er alltaf heitt á könnunni, molar í skálinni og handspritt í brúsanum. 

Með kærri prjónakveðju,

Sjöfn & Grétar