Úrslit myndasamkeppni

Þegar við gáfum út Ævi línuna settum við líka í gang myndasamkeppni. 
Þetta fannst okkur vera skemmtileg tilbreyting, sem vakti klárlega athygli og við fengum fullt af fallegum myndum í keppnina. 

Nú er komið að því að tilkynna um sigurvegarana.
Það voru þrír vinningar í boði. 

1. Flottasta myndin, uppstilling - með eða án fyrirsætu

  • 30.000 kr gjafabréf hjá Stroff
  • Veglegur LED borðlampi, með innbyggðum hátalara (bluetooth), gengur fyrir hlaðanlegum batteríum. Mögulega hið fullkomna prjónaljós. 
  • Fjölnotapoki frá Stroff

2. Frumlegasta eða skemmtilegasta myndin

  • 15.000 kr gjafabréf hjá Stroff
  • Fjölnotapoki frá Stroff

3. Dregið af handahófi úr öllum innsendum myndum. 

  • 5.000 kr gjafabréf hjá Stroff   
  • Fjölnotapoki frá Stroff 

 

Dómnefnd hefur legið yfir þessum skemmtilegu myndum og er niðurstöðurnar svona:

1. vinning, fyrir flottustu myndina hlýtur
 - Hanna Katrín

ÆVI peysa - 1. sæti í myndasamkeppni

Virkilega falleg mynd, vel heppnað samspil lita, birtu og bakgrunns og ekki skemmir módelið fyrir. Til hamingju Hanna Katrín!

2. vinning, fyrir frumlegustu eða skemmtilegustu myndina hlýtur
 - Kolbrún

ÆVI peysa - 2. sæti í myndasamkeppni

Aftur, vel lukkað samspil bakgrunns, lita og uppstillingar. Verðskuldað 2. sæti! Til hamingju Kolbrún.

3. vinning, þátttökuverðlaun dregin af handahófi úr öllum innsendum myndum hlýtur:
 - Henný Birna

ÆVI peysa - 3. sæti í myndasamkeppni

Slembilukka eða ekki, falleg mynd - kærar þakkir fyrir að deila henni með okkur! Til hamingju Henný. 

Fullt af skemmtilegum myndum bárust í keppnina og hér eru nokkrar af þeim.

Kristín Brynja sendi þessa. 

ÆVI peysa 

Dóra Margrét, stundum kölluð prjónavélin, sendi næstu 2.

ÆVI peysa

ÆVI peysa

Íris Ósk sendi þessa. 

ÆVI peysa

Hanna Katrín, sem hreppti fyrsta sætið, sendi líka þessa mynd inn.

ÆVI peysa

Inga Dóra á þessa fallegu mynd. 

ÆVI peysa

Vordís smellti af þessari. 

ÆVI peysa

Og Elísabet Ýrr þessari. 

ÆVI peysa

Við þökkum öllum þátttakendum fyrir þátttökuna. 
Það var virkilega gaman að þessu, og aldrei að vita nema við skellum í fleiri myndasamkeppnir. 
Megið endilega skrifa athugasemd hér fyrir neðan ef þið hafið áhuga á að fá fleiri myndasamkeppnir, eða ef þið hafið einhverjar ábendingar eða athugasemdir. 

Við verðum í sambandi við vinningshafana von bráðar.