Vegna Covid-19

Eftirfarandi er okkar yfirlýsing og loforð til ykkar vegna Covid - 19

Við gætum alltaf að fyllsta hreinlæti í okkar lager- og skrifstofuhúsnæði en á þessum tímum gerum við enn betur. 

  • Allar heimsóknir og óþarfa umgangur um lager og skrifstofu er bannaður. 
  • Aðeins einn starfsmaður sinnir afgreiðslu pantana, og skal hann á öllum tímum vera heill heilsu og einkennalaus. 
  • Húsnæði og snertifletir þrifnir eins oft og þurfa þykir.
  • Starfsmaður er alltaf með hanska og grímu við afgreiðslu pantana í lagerhúsnæði.

Við sinnum heimkeyrslu pantana á höfuðborgarsvæðinu.
Þú getur pantað þitt garn og fylgihluti á www.stroff.is og fengið þá senda heim. 
Heimkeyrsla á höfuðborgarsvæðinu kostar litlar 990 kr, en ef þú verslar fyrir 10.000 kr eða meira er í boði að velja fría heimsendingu.

Við keyrum sjálf út pantanirnar á höfuðborgarsvæðinu, og mun starfsmaðurinn á öllum tímum meðhöndla pakkann með hanska á höndum. Óskir þú eftir því að pakkinn sé skilinn eftir í anddyri eða við útidyr þá geturðu óskað eftir því með athugasemd í körfunni, eða tölvupósti á stroff@stroff.is